Gísli Marteinn segist þekkja fullt af listamönnum sem mundu heldur vilja vera á frystitogara en í harkinu. Listamannaharkinu væntanlega.
Efnafræðistúdentinn: - Nefndu tvo, Gísli Marteinn.
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Gísli Marteinn segist þekkja fullt af listamönnum sem mundu heldur vilja vera á frystitogara en í harkinu. Listamannaharkinu væntanlega.
Eftir að við Sauðargæran vorum búin að renna í gegnum nokkrar sjónvarpsrásir - þar á meðal teiknimyndir og barnaefni - ákvað hann að horfa á dýfingakeppni í sænska sjónvarpinu. Það heitir á hans máli: ,,Kona að hoppa í glas" (glas = vatn).
Ég sé að absinth-flaska efnafræðistúdentsins stendur á eldhúsbekknum en lítið hefur lækkað í henni síðan ég sá hana síðast, svo að gestirnir hafa líklega drukkið absint í hófi, eins og skáldið sagði. Hið sama verður ekki sagt um sumar aðrar flöskur sem standa þar nærri.
Afmælisboð efnafræðistúdentsins virðist hafa farið hið besta fram, en ég á reyndar enn eftir að heyra álit nágrannanna á því. Ég kom heim af saumaklúbbsfundi laust fyrir eitt og þá var hér fullt af fólki en ekki háværara en svo að ég fór beint að sofa. Einhver tíma á milli þrjú og fjögur vaknaði ég samt, þó við lykt frekar en hljóð, og fór fram; þá stóð efnafræðistúdentinn við eldavélina og steikti amerískar pönnukökur. Þar sem lyktin sem hafði vakið mig var greinilega pönnukökulykt fremur en brunalykt fór ég beint í rúmið aftur og hef ekki hugmynd um hvað seinustu gestirnir stóðu lengi við. Það er allavega enginn sofandi í stofusófanum og langt síðan ég hef rekist á einhvern þar á laugardagsmorgni.
Það stendur yfir brúðkaup í Leiðarljósi. Ég áttaði mig nú ekki strax á því hverjir voru að gifta sig af því að það er ansi langt síðan ég horfði síðast á þátt - en þetta er sumarbrúðkaup og allir karlmennirnir eru í hvítum jakkafötum og allar konurnar í hvítum, síðum sumarkjólum, háum í hálsinn, og með stráhatta. Greinilega ekki hægt að fara í sumarbrúðkaup nema maður eigi svona dress. Allavega ekki í Springfield.
Þennan dag fyrir 23 árum varð Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sjötugur.
Ég var hreinlega búin að gleyma googlisma þangað til ég rakst á þetta áðan. Nokkur sérlega athyglisverð atriði úr listanum:
Ég er á tedrykkjutímabili þessa stundina; þau eru reynar few and far between í mínu lífi. Ef einhver heldur að það þýði að ég hætti þá að drekka kaffi á meðan, þá er það nú misskilningur. Tedrykkjutímabil þýðir bara að ég man skyndilega að mér finnst te nokkuð gott, fer í Pipar og salt og kaupi mér pakka af Darjeeling FTGFOP (Finest Tippy Golden (man ekki fyrir hvað seinna F-ið stendur) Orange Pekoe), því að ég drekk ekki annað te ef það er á boðstólum, og svo hita ég mér almennilegt te einu sinni á dag þangað til búið er úr pakkanum. Þá gleymi ég öllu sem heitir tedrykkja, þangað til eftir svona sex - átta mánuði eða svo, þá man ég skyndilega aftur að mér finnst te nokkuð gott ...
Vitið þið að ef maður slær inn "the world's most useful site" í Google, þá er þessi síða í þriðja sæti?
Gísli ljósmyndari er að mynda bók sem heitir Things a Woman Should Know inni í stúdíói. Ég var að hugsa um að kíkja í hana en svo rann upp fyrir mér að ef er eitthvað í henni sem ég veit ekki, þá er það hvort eð er orðið of seint.
Efnafræðistúdentinn var að útskýra fyrir mér af hverju niðurstöður úr tilraun sem hann var að gera í dag væru frekar grunsamlegar. Hann fann loksins réttu leiðina til að ég áttaði mig: Hann líkti tilrauninni við kökuuppskrift, einhvern veginn svona:
Carter í ER áðan: - Enginn reykir bara hálfa sígarettu.
Austurlenskir eftirréttir ... Ég segi ekki að þeir séu álíka sjaldséðir og hvítir hrafnar en eftirréttakaflarnir í austurlensku matreiðslubókunum mínum eru nú yfirleitt hvorki efnismestu né mest spennandi kaflarnir. Austurlandabúar fá sér gjarna ferska ávexti í lok máltíðar, eða þá einhvers konar hlaupkennda búðinga, sem Vesturlandabúum þykir sjaldan mikið varið í. Aftur á móti eru víða gerðir ýmsir sætir smáréttir sem okkur þættu e.t.v. hæfa sem eftirréttir - þó fremur þungir - en eru borðaðir sem snarl á milli mála eða boðið upp á þá þegar óvænta gesti ber að garði.
Hérna er ég búin að útbúa þríréttaða máltíð handa fimm manns og svo eru bara allir horfnir nema ég.
Jamm, ekki finnst mér þetta nú passa alveg 100%:
Conscious self | Overall self |
Enneagram Test Results
Your Unconscious-Overall type is 1w9 |
Já, og þeir hjá Bankanum Mínum tóku sig bara til og ráku Stjána Snorra fyrir að leyfa sér að hafa skoðun á nafni bankans. Jahjarna. Ætli þeir skrúfi samstundis fyrir öll viðskipti, gjaldfelli lán, frysti innistæðuna mína, klippi Visakortið og guð má vita hvað ef ég lýsi því yfir hér og nú að mér finnst KB-banki asnalegt nafn og Kaupfélag Borgfirðinga ætti að eiga hefðarrétt á KB-nafninu? Ég held ég taki sénsinn. Mér finnst KB-banki asnalegt nafn. Og ég er ekkert viss um að Bankinn Minn verði það mikið lengur.
Ég gleymdi annars að nefna að ástæðan til þess að ég er ekkert að mótmæla engiferinu við prófarkalesarana (þótt ég haldi áfram að tala um engiferinn þar sem ég má ráða) er að ég veit svosem alveg að hvorugkynið er upprunalegra. Það er allavega notað í Harpestrengs-handritinu frá 15. öld, þar sem sagt er um engifer: ,,þat er gott vid lifur. vætu. kulda ok leyser blasinn innifle ok siukleika j maga," og ,,þat æser matuliga mann. hvort sem þat er dryckit eda etith med raudu vine."
Segið mér nú eitt: Talið þið um engifer í karlkyni eða hvorugkyni (það er að segja ef þið talið þá yfirleitt einhvern tíma um engifer)?
Ég skrapp í Filippseyjar á Hverfisgötunni áðan af því að birgðir heimilisins af austurlensku hráefni hafa verið í lágmarki og keypti ýmislegt sem Bónus og 10-11 selja ekki: Ferskt okra, kaffírlímónulauf, galangal, austurlensk eggaldin (þessi hvítgrænu í hænueggjastærð, sem eggaldin hafa nafn sitt af), niðursoðið saðningaraldin (jackfruit), pálmasykur, þurrkaða kínverska sveppi, niðursoðna mjólk. Ætlaði að kaupa mjölbanana en þeir voru ekki til. Ótrúlegt samt hvað er stundum hægt að fá í þessari litlu búð.
Er maður ekki alveg lost keis þegar maður er farinn að ganga um og segja við sjálfa sig: ,,Nanna, þú verður að hætta að tala svona mikið við sjálfa þig?"
Það er víst kyndilmessa í dag. Eða Groundhog Day, svona eftir því hvort maður er meira inní íslenskri eða amerískri menningu. En allavega tengist dagurinn veðurspám. Ekki veit ég hverju múrmeldýrið mundi spá en sólin spáir fannfergi á næstu vikum. Það er að segja, ef maður er með útgáfuna ,,ef í heiði sólin sést / á sjálfa Kyndilmessu". Sumir segja hins vegar að það eigi að vera ,,ef í heiði sólin sest" og það kemur ekki í ljós fyrr en seinna í dag hvort svo verður. Samt litlar líkur til annars miðað við skýjafarið.
Ég var að lesa um könnun (reyndar gerða af ávaxtaframleiðanda) þar sem kom fram að fólk liti í auknum mæli á ávexti sem erótískan mat, fremur en súkkulaði, ostrur og þess háttar. Einkum og sér í lagi fólk á miðjum aldri.
Merkilegt annars með bjúgu, sem barnabörnin mín eru harðákveðin í að kalla ,,bjúgur".