Eftir að við Sauðargæran vorum búin að renna í gegnum nokkrar sjónvarpsrásir - þar á meðal teiknimyndir og barnaefni - ákvað hann að horfa á dýfingakeppni í sænska sjónvarpinu. Það heitir á hans máli: ,,Kona að hoppa í glas" (glas = vatn).
Núna er hann að stökkva úr sófanum niður á stofugólf, hlær eins og bestía og segir ,,ég líka hoppa í glas".
Líklega best fyrir foreldra hans að hafa gát á honum næst þegar farið verður með hann í sund. Honum þykja listir dýfingafólksins greinilega mjög aðdáunarverðar og er vís með að reyna að leika þær eftir.