Farin
Það er víst spáð rigningu í Alsace næstu dagana. Passar það ekki bara vel í vínsmökkunarferð?
Ojæja, kemur í ljós.
Bless á meðan.
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Það er víst spáð rigningu í Alsace næstu dagana. Passar það ekki bara vel í vínsmökkunarferð?
Mitt Evróvisjónpartí verður greinilega hér á Höfðabakkanum. Ansi margt sem eftir er að ganga frá í blaðinu og ég að fara út á morgun ... Ég er samt eiginlega búin að skrifa allt sem ég þarf að skrifa - eftir að ganga frá indexi og efnisyfirliti sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fullklára fyrr en á síðustu stundu - og allar myndatökur eru búnar en það er margt eftir enn. Þannig að við verðum hér eitthvað fram eftir kvöldi. Kannski ég rölti út í krónu og kaupi mér nammi fyrir kvöldið.
Ég á bara eftir að skrifa fimm eða sex síður í grillblaðið, sem á að fara í prentun á mánudag. Og hef allan morgundaginn til þess. Og hálfan dag í viðbót - á ekki að mæta í Leifsstöð fyrr en tíu mínútur í tvö, það þýðir að ég tek flugrútuna sem fer klukkan eitt. Get semsagt unnið fram að hádegi.
Þetta var nú bara skrambi gott. Ég var að grilla bjór- og kókdollukjúklinga, fylltar kjúklingabringur, kjúklingapinna með satay-sósu, andabringur og kryddjurtafylltar akurhænur. Og eina porterhouse-steik, svona bara just for good measure.
Það var hengd upp tilkynning á útihurðina í gær um að það yrði skrúfað fyrir kalda vatnið hér í götunni fyrir hádegi í dag. Allt í lagi með það, nema neðst í horninu stóð með pínulitlum stöfum (svo litlum að miðaldra konur sem eru skyndilega orðnar fjarsýnar sáu það ekki) að nánari leiðbeiningar væru aftan á. Miðinn var auk þess rækilega límdur á með límbandi á fjórum hornum, reyndar á glerrúðu en hún er ógegnsæ, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvað stóð aftan á ...
,,Þekktir í undirheimum Garðabæjar ..." Það hljómar einhvern veginn ekki rétt. Undirheimar Reykjavíkur, jújú, þeir eru víst hér allt í kringum Kárastíginn. Undirheimar Kópavogs, allt í lagi. En Garðabær ... ég stóð einhvernveginn í þeirri meiningu að hann væri nánast undirheimalaus.
Ég held að ég hafi minnst á það hér á sínum tíma að einhvern morgun fyrir löngu var ég svo svefndrukkin þegar ég leit gleraugnalaus í spegil á baðinu snemma morguns að ég var nærri búin að taka feil á sjálfri mér og Eyþóri Arnalds áður en hann fór í megrun.