Afmælisgrín
Ég veit ekki alveg hvaða fólk var í þessari dómnefnd um besta grínið úr sögu Sjónvarpsins en það hlýtur að hafa annað skopskyn heldur en ég.
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Ég veit ekki alveg hvaða fólk var í þessari dómnefnd um besta grínið úr sögu Sjónvarpsins en það hlýtur að hafa annað skopskyn heldur en ég.
Ég hringdi í dóttursoninn. Hann byrjaði reyndar á að heilsa mér en fyrsta spurningin var að sjálfsögðu: -Keyptirðu einhverjar gjafir handa mér?
Ég finn ekki snúruna sem ég þarf til að hlaða myndum af myndavélinni inn í tölvuna svo að það verður að bíða ögn. Reyndar finn ég eiginlega ekki neitt þessa dagana þar sem allt er á öðrum endanum í íbúðinni - kassar og dót út um allt, ég byrjuð að pakka niður (og man ómögulega hverju ég er búin að pakka og hvað er bara einhvers staðar), einkasonurinn að flytja dótið sitt hingað, svalirnar fullar af dótinu sem var rifið út af baðinu (þar er núna ekkert nema klósettið), þvottavélin á ganginum ásamt alls konar verkfærum og fleiru, herbergi sonarins fullt af parketi og flísum ...
Jerez: 26-36 stiga hiti. Frábær matur. Ótrúlega góð sérrí (og þið þarna í saumaklúbbnum, við erum ekki að tala um Bristol Cream) og nóg af þeim. Meiriháttar gott brandí. Gestrisnir Spánverjar (við vorum víða leyst út með sérríflöskum og var boðið í mat; þar á meðal var átta eða níu rétta máltíð á besta veitingahúsinu á svæðinu). Skemmtilegir ferðafélagar. Fjögurra stjörnu hótel með sundlaug og alles.