Við sátum inni í stofu að horfa á Eurovision. Sauðargæran, sem er fremur söngelskur drengur, er að leika sér á gólfinu, spjalla við okkur, príla ofan á okkur og gera annað sem drengir á þriðja ári gera. Á tuttugasta og fyrsta lagi (kýpverska stelpan) verður honum litið á sjónvarpsskjáinn, bros færist yfir andlitið og hann bendir og segir: - Ha? Syngja?
Hin tuttugu lögin höfðu semsagt alveg farið framhjá honum.
Segir það sem segja þarf um Eurovision.