Óþjóðlega konan
Ég er vonlaus Íslendingur.
Þetta verður annað árið í röð sem ég er ekki á landinu á úrslitakvöldi Eurovision.
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Ég er vonlaus Íslendingur.
Síðustu sjö grænmetisréttirnir eru frá, eldaðir, myndaðir og meira að segja borðaðir að mestu. Á reyndar eftir að ganga frá uppskriftunum ...
Hérna sit ég með átta grænmetisrétti til viðbótar og langar akkúrat ekki í neitt nema súkkulaði.
Einhverntíma fyrir löngu las ég grein í útlendu blaði þar sem ýmsir einstaklingar, sennilega frægir því að það þykir yfirleitt söluvænlegra að ræða við fræga einstaklinga en ófræga, voru spurðir spurningarinnar - eða öllu heldur, beðnir að ljúka við fullyrðinguna: ,,ég gæti dáið róleg(ur) ef ..."
Ég átti fimm grænmetisrétti á kvöldverðarborðið. Og var ein í mat.
Það er engin þörf á að banna launaleynd. Hún er nefnilega þegar ólögleg. Eða við komumst allavega að þeirri niðurstöðu eftir umræður í hádeginu.
Þetta er sennilega alveg rétt með framsóknargenin, allavega tók einkasonurinn netprófið áðan og reyndist 20% framsóknarmaður eins og móðir hans. Og ekki varð hann nú fyrir miklum framsóknaráhrifum í uppeldinu, blessaður, svo að þetta hljóta að vera erfðir.
Ég er semsagt búin að kjósa. En tók þetta próf samt, svona til að vera með:
Ég fór að kjósa áðan. Eins og áður hefur komið fram verð ég ekki á landinu um næstu helgi og ég vissi að ef ég færi ekki núna væri eins víst að ég mundi steingleyma því þangað til kannski á leiðinni suður á völl. Kannski er sýslumaðurinn þarna syðra með neyðarkjörstað fyrir gleymna farþega, hvað veit ég (það væri allavega örugglega eitursnjallt) en ég ákvað að taka enga sénsa og fór að kjósa. Sneri reyndar við því að ég leit í spegil þegar ég var að fara út úr dyrunum og hugsaði með mér ,,nei, þetta gengur fjandakornið ekki" - ég var nefnilega í allraflegnasta bolnum mínum og er þá mikið sagt og með sólgleraugu af því tagi sem einkasonurinn kennir við kókaínbaróna. Og berfætt í iljaskóm.
Ég rakst fyrir tilviljun á nafnið mitt á einhverri portúgalskri síðu. Af því að ég er forvitin en skil nánast ekkert í portúgölsku setti ég hluta textans inn í Babelfish og þetta kom út: