Internetlandakort
Mér sýndist þetta í fljótu bragði vera kort af neðanjarðarlestarkerfinu í London. En það er víst eitthvað annað.
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Mér sýndist þetta í fljótu bragði vera kort af neðanjarðarlestarkerfinu í London. En það er víst eitthvað annað.
Á svona dögum bölvar maður því að vera streit.
Þegar ég var sem verst í hnénu um daginn réði ég mér skúringakonu því að ég treysti mér enganveginn til að skúra svona á mig komin.
Við Gunna systir fórum í göngu um söguslóðir samkynhneigðra með Felix og Baldri í gær. Það var ansi gaman og fróðlegt. Ég fékk meðal annars staðfestingu á grun mínum um löngu dauðan ættingja.
Í svona veðri eru alltaf einhverjir bílstjórar sem finnst gaman að leika leikinn Skvettum á Nönnu. Hann fer svona fram:
Af því að Felix Bergsson minntist í fréttunum áðan á greinina sem Gunna systir skrifaði og birtist í Mogganum fyrr á árinu datt mér í hug að setja tengil á hana hér. Alveg ástæða til. Ef einhver skyldi ekki hafa lesið hana.
Það var verið að tala um miðla og miðilsfundi á kaffistofunni áðan. Seinast um læknamiðla og verki sem hverfa á einni nóttu. Og þá allt í einu rann upp fyrir mér ljós.
Nýjasta trendið hjá andfætlingunum: Vegansexual.
... ef ég kveikti á sjónvarpinu í næsta saumaklúbbi og kallaði upp:
Þetta eru rannsóknarniðurstöður að mínu skapi.
Ég rak áðan augun í athugasemd frá höfundi handritsins sem ég er að böðlast í sem varð til þess að það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var á Iðunni og sat yfir ákveðnum ágætum manni við umfangsmiklar leiðréttingar, daginn áður en bókin sem hann var að skrifa varð að fara í prentsmiðju, og hann sagði allt í einu:
Heyrði í einkasyninum áðan. Hann var kominn til afa síns og ömmu á Króknum með viðkomu á Spaðaballi í Flatey. Lét afskaplega vel af þessari verslunarmannahelgi.