Efnafræðistúdentinn var að útskýra fyrir mér af hverju niðurstöður úr tilraun sem hann var að gera í dag væru frekar grunsamlegar. Hann fann loksins réttu leiðina til að ég áttaði mig: Hann líkti tilrauninni við kökuuppskrift, einhvern veginn svona:
- Sko, segjum að þú sért að baka köku, til dæmis glasaköku. Þú ert með egg í einu glasi, hveiti í einu, og wasamajig í þriðja?
Ég: - Sykur.
Efnafræðistúdentinn: - Nú, er það bara sykur? Jæja, þú hrærir þetta saman, bakar og út kemur kaka. Þetta sem gerðist hjá mér var eins og ég hefði fengið úr ofninum ekki bara köku, heldur kremið líka.
Ef allar útskýringar hans (sem NB eru ævinlega óumbeðnar) væru af þessu tagi, þá er séns að ég mundi einhvern tíma skilja eitthvað.