Ég var að lesa um könnun (reyndar gerða af ávaxtaframleiðanda) þar sem kom fram að fólk liti í auknum mæli á ávexti sem erótískan mat, fremur en súkkulaði, ostrur og þess háttar. Einkum og sér í lagi fólk á miðjum aldri.
Vitiði, ég er nú orðin miðaldra en mér finnst enn að matur eigi betur heima í eldhúsinu eða borðstofunni en í rúminu. Svona oftast nær. Allavega matur eins og vínber dýft í bráðið súkkulaði (og einhvern veginn freistar tilhugsunin um fullan nafla af heitu súkkulaði mín bara ekki neitt) eða klesstir bananar.