Nýbakað fyllt brauð - gerist ekki betra
Ég baka enn brauð, næstum á hverjum degi. Í dag var það fyllt brauð með skinku, basilíku og osti. Tók dálítinn bita af deigi úr ísskápnum (svona fjórðung, kannski rúmlega), togaði hann út í ferning og lét lyfta sér í 20 mínútur, setti þá slatta af spænskri skinku, hrúgu af basilíkublöðum og 3-4 kirsiberjatómata á miðjuna og kleip barmana saman utan um deigið og lét lyfta sér í 20 mínútur í viðbót. Setti nokkra bita af Havarti ofan á og bakaði við 225°C í svona 35 mínútur. Svo bara rauðvínsglas með. Hefði kannski gert svolítið grænt salat með ef ég hefði nennt en ég nennti ekki.