(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

13.6.09

Nýbakað fyllt brauð - gerist ekki betra


Ég baka enn brauð, næstum á hverjum degi. Í dag var það fyllt brauð með skinku, basilíku og osti. Tók dálítinn bita af deigi úr ísskápnum (svona fjórðung, kannski rúmlega), togaði hann út í ferning og lét lyfta sér í 20 mínútur, setti þá slatta af spænskri skinku, hrúgu af basilíkublöðum og 3-4 kirsiberjatómata á miðjuna og kleip barmana saman utan um deigið og lét lyfta sér í 20 mínútur í viðbót. Setti nokkra bita af Havarti ofan á og bakaði við 225°C í svona 35 mínútur. Svo bara rauðvínsglas með. Hefði kannski gert svolítið grænt salat með ef ég hefði nennt en ég nennti ekki.

|

Rabarbara- og jarðarberjamúffur




Við Hekla bökuðum þessar ágætu rabarbara- og jarðarberjamúffur áðan. Sem geta reyndar alveg verið bara rabarbaramúffur en ég átti örfá frosin ber í poka.

Rabarbara- og jarðarberjamúffur

3 egg
150 g sykur
50 g smjör, lint
60 ml (4 msk) olía
200 ml hrein jógúrt
1/2 tsk vanilluessens (eða dropar)
300 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
örlítið salt
200 g rabarbari
nokkur frosin jarðarber (má sleppa)


Ofninn hitaður í 190°C. Egg og sykur þeytt saman, smjör og olía hrært saman við og síðan jógúrt og vanilluessens. Hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti blandað saman og hrært saman við hitt. Rabarbarinn skorinn í bita og jarðarberin líka og blandað saman við. Sett í múffuform (ég er með málmform sem ég klæði innan með pappírsformi, þetta urðu 20 múffur) og bakað á næstneðstu rim í um 16 mínútur)

|

11.6.09

Maturinn minn



Ég er afskaplega ánægð með viðtökurnar sem bókin mín hefur fengið, hún hefur selst mjög vel og komst í næstefsta sæti í heildarlistanum hjá Eymundsson á dögunum (en nú kemst þar náttúrlega ekkert að nema hruns- og kreppubækur). Allir sem á annað borð hafa tjáð sig um bókina við mig hafa verið mjög ánægðir með hana, sem er auðvitað frábært.

Ég man ekki hvort ég var búin að segja það en þetta er eiginlega sú bóka minna sem ég er langánægðust með og er kannski sú sem er mest ,,ég", ef svo má segja, þ.e. þetta er maturinn sem ég elda hvunndags fyrir mitt fólk. Þetta gildir reyndar líka um myndirnar, ég ákvað strax í upphafi að nú yrði ekki farið í búðir og fenginn lánaður trendí og smart borðbúnaður, við myndum bara nota það sem ég ætti til (reyndar lagði stílistinn til fáeina diska og dúka) og þess vegna eru myndirnar mjög heimilislegar - sem er afskaplega 2009, er það ekki? Ég get bent á þær og sagt: Þennan dúk keypti ég í Rúmfatalagernum og þessar servíettur eru af Ebay og þessi diskur er úr Góða hirðinum og þessi hnífapör fékk ég í afmælisgjöf og þessi ausa er úr Kolaportinu ... Sem sagt, býsna persónuleg bók. Heimilislegur matur í heimilislegu umhverfi.

Mér þykir dálítið vænt um þessa bók.

|

10.6.09

Rabarbara-chutney



Kvöldmaturinn: Grillað kindafillet með steiktum kartöfluteningum og rabarbara-chutney.

Fljótlegt rabarbara-chutney

250 g rabarbari
1/2 lítill laukur
3 cm biti af engifer
4 msk edik (ég notaði ljóst balsamedik af því að ég átti afgang í flösku)
75 g púðursykur
nýmalaður pipar
ögn af salti
e.t.v. vatn

Rabarbarinn skorinn í fremur stóra bita, laukurinn saxaður smátt og engiferinn mjög smátt. Allt sett í pott, hitað að suðu og látið malla í um 15 mínútur; vatni bætt við eftir þörfum svo maukið brenni ekki. Smakkað og bætt við ediki, sykri, pipar eða salti eftir þörfum.

|

Brauð með óvæntu áleggi ...



Það er víst ekki hægt að halda því fram að þetta sé brennd rúsína. (Eins og gert var við meintan rottuskít í rúgbrauði frá Sauðárkróksbakaríi fyrir fjöldamörgum árum.)

|

9.6.09

Ég vildi það væri 2007

Getum við plís fengið 2007 aftur? Bara pínupínustund? Svo að ég geti fengi mér svona tæki?

Það vigtar, rífur, malar, maukar, blandar, sýður, mallar, gufusýður, heldur heitu, mylur, kurlar, þeytir, gerir froðu, hnoðar, hakkar, saxar ...

Og kostar bara 800 pund. Gjafverð. Eða var það 2007.

|