Hreisturspurning
Ef þið væruð að skafa hreistrið af fiskroði, væruð þið þá að hreistra fiskinn eða afhreistra hann?
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Ef þið væruð að skafa hreistrið af fiskroði, væruð þið þá að hreistra fiskinn eða afhreistra hann?
Einkasonurinn og skylmingastúlkan eru búin að fá sér kött. Drengurinn er mjög hróðugur yfir þessu, var búinn að nöldra í mér í fimmtán ár um leyfi til að fá kött á heimilið en hafði ekki erindi sem erfiði. En nú er kominn köttur á Kárastíginn. Vonandi verður hann skárra heimilisdýr en brjálaða kanínan sem át svalirnar og óþolandi páfagaukurinn Davíð Oddsson.
Ég kemst ekki hjá því að vita stöðuna í leiknum við Rússa þótt ég sé í öðru herbergi. Dóttursonurinn er nefnilega að horfa og lýsir leiknum fyrir mér í leiðinni. Hefur engan skilning á áhugaleysi mínu. Reyndar kom það glöggt í ljós þegar Danaleikurinn stóð yfir á þriðjudaginn; ég var í saumaklúbb og engin okkar hafði meiri áhuga en svo að þótt (uppkomin) börn væru að hringja öðru hverju datt engum í hug að spyrja um stöðuna eða hvernig hefði farið.
Sauðargæran á að fá að gista hjá mér aðra nótt af því að hann fer ekki með á Blönduós í jarðarför langömmu sinnar. Hann hlakkar töluvert til.
Jú, einhvernveginn þarf að keppa við Starbucks ...
Þetta gengur nú ekki. Hérna ætlaði ég á Vínbarinn í gær og þá var hann bara lokaður ... Til allrar hamingju bara fram yfir miðja viku vegna breytinga; verið að mála og svona. En þetta var áfall. Eitthvað verður nú að vera á föstum stað í tilverunni, svona á tímum breytinga og umróts.
Ég notaði tækifærið þegar við komum við hjá pabba og mömmu á Króknum í gær og steig á vigtina á baðinu. Ég á nefnilega ekki vigt (eða jú, ég á hana en hún er týnd) og hef ekki vigtað mig síðan snemma í haust.