Önnur saga frá Sauðargærunni:
-Það var einu sinni pabbafroskur og hann fór út að labba og hann datt í tjörnina og það var krókódíll í tjörninni. Og hann át hann.
Amman: -Át hann grey pabbafroskinn?
Sauðargæran: -Nei, pabbafroskurinn át krókódílinn. Og svo fór hann upp úr tjörninni og til ömmu sinnar og hún gaf honum mjólk og kökur og kók. Og svo fór hann út og hann datt niður stigann. Og þegar hann kom út hitti hann vonda hermenn og þeir skutu hann.
Amman: -Almáttugur!
Sauðargæran: -Þeir voru vondir. Og svo komu löggur sem voru vinir þeirra. Og þeir fóru í bæinn og svo duttu þeir í tjörnina.
Amman: -Það var verst að krókódíllinn var þar ekki lengur.
Sauðargæran: -Nei, hann var í maganum á pabbafroskinum sem var dáinn. En svo kom hákarl og át þá alla.
Amman: -Gott á þá.
Sauðargæran: -En amma, ég ætla að segja þér aðra sögu af því að þessi var svo skrítin.
(Það þarf kannski ekki að taka fram að nýja sagan var ekkert minna skrítin. Því miður man ég hana ekki nógu vel en í henni kom fyrir bæði gulrót með augu og munn, fljúgandi kýr og allsber hermaður.)