Skrækt og skríkt
Er það misskilningur hjá mér eða eru píkuskrækirnir alveg með mesta móti í þessari þáttaröð af ANTM?
Og var nú eiginlega ekki á bætandi.
Truflar mig samt ekkert að ráði við þýðinguna.
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Er það misskilningur hjá mér eða eru píkuskrækirnir alveg með mesta móti í þessari þáttaröð af ANTM?
Ég á eftir að skila af mér þýðingu fyrir morgundaginn (áttu að vera tvær en ég held að ég nái varla að klára báðar), svara slatta af fyrirspurnum, skrifa grein og ... já. Ýmislegt fleira.
Ég heyrði viðtal við Agnar á Texture í morgunútvarpinu, þar sem hann sagðist greinilega finna fyrir því að ríka liðið væri að spara við sig.
ið fljúgum til London á einhverjum frekar ókristilegum tíma á fimmtudaginn (korter yfir sjö, eitthvað svoleiðis). Allt í lagi með það, þannig séð; vona að það fari ekki illa í einhverja svo þeir breytist í flugdólga. Hef aldrei lent í för með slíkum en það held ég sé ekki skemmtilegt.
Ég hef nú stundum sagt að mér sé nokk sama hvað um snaslið af mér verður þegar ég er hrokkin upp af en ég skal alveg viðurkenna að mér þætti heldur verra að láta brúka einhvern part af skrokknum fyrir öskubakka.
Dóttir mín skrifstofustjórinn á afmæli í dag. Það er farið að styttast dálítið í að ég geti sagt að eldra barnið mitt sé hátt á fertugsaldri.
Ég man að þegar ég byrjaði að læra ensku fyrir (úbbs, það eru víst 38 ár síðan) í gagganum á Króknum (fyrsti kennari: Ingólfur Steinsson), þá var það eitt af því sem kom okkur bekkjarsystkinunum á óvart að það virtist ekki vera til neitt almennilegt enskt orð sem þýddi duglegur. Við áttum ef ég man rétt að skrifa lýsingu á okkur sjálfum á ensku og vildum flest meina að við værum nokkuð dugleg ... Ég man að út af þessu sköpuðust nokkrar umræður um það hvort enskumælandi fólk væri bara alls ekki duglegt fyrst það ætti ekki orð yfir það.
Siemens er að auglýsa ,,þvottavél sem lætur blettina hverfa".
Ég er orðin hundleið á þessum páskum.
Hmm, líklega ekki ástæða til að draga fram léttu sumarjakkana fyrir ferðina til London sem við vinkonurnar erum að fara í á fimmtudaginn. Vorið lætur eitthvað standa á sér - reyndar hélt ég að veðrið væri verra miðað við myndirnar sem ég sá í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi en það var líklega norðar í Englandi. Það er nú samt spáð heldur hlýrra um helgina.
Það er aldrei neitt lát á fólki sem kemur hér inn í leit að eldunarleiðbeiningum eða uppskriftum fyrir andabringur. Eitthvað hefur það kannski fundið sér til gagns en ég ákvað að setja inn (svolítið styttan) pistil sem ég skrifaði í matarblað Fréttablaðsins í vetur:
Það verður víst óhjákvæmilega kengúrusteik í kvöldmatinn hjá okkur einkasyninum.
Svo að ég haldi áfram að telja upp kosti, reyndar ekki við einbýli í þetta skipti, heldur við Grettisgötuna: Nú er ég komin það langt burt frá Hallgrímskirkju að páskadagsmorgnar eru mun friðsælli en á Kárastígnum. Ég vakna allavega ekki við kirkjuklukkurnar lengur .