Og hvað er þetta annars með Stúf og vinstri græna?
Annars er það Bjúgnakrækir sem er minn maður (sveinn).
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Og hvað er þetta annars með Stúf og vinstri græna?
Það styttist í jólin.
Jæja, þá er þessu Þorláksmessuboði lokið - hér er búið að vera fullt hús af gestum sem gerðu veitingunum góð skil. Reyndar er töluvert eftir af skinkunni en hún var með stærsta móti í ár og svo voru vinir efnafræðistúdentsins færri en stundum áður (enda er hann fluttur að heiman); þeir hafa oft komið seint og verið drjúgir við skinkuna. En hún fer þá bara í frystinn.
Hér gengur allt samkvæmt áætlun. Svínslærið, lambalærið, nautatungan og kjúklingalifrarkæfan bíða tilbúin úti á svölum, maríneruðu sjávarréttirnir bíða þess að efnafræðistúdentinn komi með hvítvín sem honum hefur verið falið að redda, Boltastelpan er búin að vera einstaklega rösk og baka 101 piparköku (plús nokkrar sem brunnu) og 70 súkkulaðibitakökur alveg alein og án aðstoðar og ætlar svo að vinda sér í jólaklumpinn á eftir og jafnvel eitthvað meira. Við erum að fara að hnoða í brauðdeig og svo þarf að setja allt á hlaðborðið og skreyta dálítið og saga neðan af jólatrénu og setja það upp ... æi, já, og svo þarf víst að taka til og skúra. Hmm. Spurning hvort er hægt að virkja efnafræðistúdentinn, sem á líka að sjá um að henda slatta af drasli úr skúrnum.
-Þetta er stórt kjöt, sagði Sauðargæran áðan þegar ég var að setja tólf kílóa svínslærið í pottinn sem var keyptur sérstaklega til að sjóða það í á Hagkaupsútsölunni í sumar (þetta er steikarpottur sem er svo stór að hann kemst ekki í ofninn minn, enda stóð aldrei til að hann færi þangað - það komast heilir sex lítrar af vatni í hann með skinkunni en síðast þegar ég var með svona stóra skinku gat ég ómögulega komið nema tveimur lítrum af vatni í pottinn sem ég notaði þá, hún fyllti svo gjörsamlega út í hann.
Laufabrauðsgerðinni lokið. Við gerðum heldur minna en í fyrra, bara úr þremur kílóum af hveiti - rétt rúmlega hundrað kökur. Tókst alveg ljómandi vel. Öll fjölskyldan mætti nema uppáhaldstengdasonurinn, sem var að brenna kaffi langt fram á kvöld. Börnin voru reyndar misdugleg við laufabrauðsskurðinn, sum sátu mestallan tímann inni í stofu og horfðu á Prúðuleikarana.
Story of my life ... er það ekki?
Take'>http://www.quizgalaxy.com/quiz.php?id=68">Take this quiz at QuizGalaxy.com |
Við Sauðargæran erum að ræða hættuna á því að Boltastelpan fari í jólaköttinn, þar sem enn hafa ekki fundist jólaföt á hana.
Ég er strax farin að vinna í sumarfríinu, sem átti að byrja klukkan tólf.
Ég er í sumarfríi. Eftir hádegi í dag og næstu daga. Og byrjaði sumarfríið með því að fá mér súpu og hvítvínsglas á Sólon með tveimur starfssystrum. Fór svo í sjúkraheimsókn til Sauðargærunnar, sem reyndist vera með minna veikum sjúklingum sem ég hef séð. Hann teiknaði glæsilega hausfætlumynd af mér að borða snúða. Marga snúða.
Já, því ekki það ...
Ég hengdi upp seríuna með feitu asnalegu jólasveinunum í morgun. Það er nokkuð öruggt merki um að ég sé að komast í jólaskap.
Ég var í Hagkaup í gær og var boðið að smakka á hamborgarhrygg Hagkaupa. Annaðhvort var ég mjög óheppin með bita eða ég hef allt annan smekk en kokkalandsliðið. Bragðið var svosem í lagi - frekar dauft þó - en áferðin var ... tja, eitthvað annað en kjöt.