Mér finnst ...
... að það ætti að setja í lög að heimilda-, tilvísana-, nafnaskrár og svoleiðis dótarí ætti ekki að mega vera meira en 15% af heildarblaðsíðufjölda bókar.
Eða helst 10%. Eða 5% ...
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
... að það ætti að setja í lög að heimilda-, tilvísana-, nafnaskrár og svoleiðis dótarí ætti ekki að mega vera meira en 15% af heildarblaðsíðufjölda bókar.
Ég fékk í gær fyrirspurn um matreiðslu á hrefnukjöti og það er best ég vísi bara í pistil sem ég skrifaði einu sinni um þetta.
Við gagnlega barnið skruppum í gærkvöldi að versla fyrir sumarbústaðaferðina. Eitt af því sem þurfti að kaupa var aðalhráefnið í uppáhaldsmat Boltastelpunnar (næst á eftir brúnuðum kartöflum), semsagt ,,beans on toast" og það þýðir Heinz bakaðar baunir. Beanz meanz Heinz eins og allir vita.
Það er svosem ágætis friður hér ritstjórnarmegin; við erum bara tvær akkúrat núna og erum báðar að fara í frí um helgina en þá koma reyndar einhverjir úr fríi í staðinn svo að ekki verður ritstjórnin alveg mannlaus. Og litlu fleiri hinum megin við sólpallinn (Forlagið er, fyrir þá sem ekki þekkja til, í tveimur sambyggðum húsum sem liggja horn í horn og oftast gengið á milli yfir stóran steyptan pall sem er á bakvið húsin). Sólpallurinn hefur annars sannarlega staðið undir nafni í sumar og það kemur stundum fyrir að maður sest við vinnu þar úti ef ekki þarf að nota tölvu.
Grilldagur í gær. Ég grillaði ágætis nautasteik ofan í vinnufélagana í hádeginu, prime rib (já, aftur) með kryddsmjöri og salötum; svo var gefið sólarfrí eftir hádegi. Um kvöldið - eftir nokkurt vesen við hráefnisöflun, sem sagt var frá í gær - grillaði ég kjúklingapinna maríneraða í satay-sósu ofan í fjölskylduna.
Langar mig til að sjá einhver pör sem keppa í þætti sem heitir Sexual Healing leysa heimaverkefnin?
Ég kom við í Bónus í dag og keypti tvo pakka af kjúklingafilletum til að grilla; er að fá fjölskylduna í mat.
Eitt af því sem breyttist þegar ég fékk svefnöndunargræjuna var að mig fór að dreyma, eins og ég sagði frá hér um daginn.
Ég var um daginn að fletta upp stelpnabókaseríunni Rauðu bækurnar, sem Bókfellsútgáfan gaf út á árunum 1945-1956 (bækur eins og Aldís elst af systrunum sex, Dísa siglir um suðurhöf og svo auðvitað Lísa eða Lotta, sem er sennilega sú eina sem einhverjir kannast enn við), í Gegni áðan og sá þá að á 8. áratugnum hafði komið út önnur sería sem hét Rauðu bækurnar (og reyndar ein enn hjá Setbergi á 7. tugnum en í þeirri kom aldrei nema ein bók).
Hér er matarspurningaþraut. Fyrir þá sem hafa gaman af svoleiðis. Reyndar ekki bara um mat, líka um kokka, eldhúsáhöld og fleira. Ég fékk 36 stig af 40. Klikkaði á rollukjöti, pólóspilandi kokkum, Michelin-leiðarvísinum og einhverju einu enn.
-Ertu ekki með eitthvert smáverkefni handa mér að grípa í á milli? sagði ég við samstarfskonu mína áðan. -Ég er orðin svolítið leið á símavændinu.
Svona af því að ég minntist á útilegur í gær, þá ætla ég að bregða út af vana mínum og fara úr bænum um helgina. En reyndar auðvitað ekki í útilegu - það hef ég ekki gert síðan 1973 - heldur bústað.
Annars var ég að fatta enn einn stóran kost við svefnöndunargræjuna mína. Nú þarf ég nefnilega að vera tengd við rafmagn á nóttunni. Sem er frábær afsökun ef einhver reynir að draga mig með í tjaldútilegu. Sem er bara alls ekki minn tebolli. Ég get bara lýst því yfir að ég fari ekki þangað sem ég get ekki stungið mér í samband við rafmagn.
Það er sko engin lygi að allt fari ört hækkandi á þessum síðustu og verstu tímum.
Það var verið að spyrja mig hvernig ég steikti nautakjötssneiðar eins og ég var með mynd af hér í gær. Það er nú eiginlega minnsta mál í heimi. Sjálfsagt hefur hver sína sérvisku við það en þetta er það sem mér finnst best að gera:
Hvað eiga Skúli skelfir, símavændisbók, kínverskar fornbókmenntir, matreiðslubók og Grímur amtmaður sameiginlegt?
Ég skil ekki alveg þegar bændasamtökin og aðrir hagsmunaaðilar tala um matvælaöryggi í tengslum við Doha. Er þá verið að tala um það sem á ensku heitir food security eða food safety? Það er nú kannski ekki alveg það sama.
Ég er að horfa á fréttirnar á Stöð 2.
Ég fór í búð áðan og keypti slatta og merkilegt nokk held ég bara að allt hafi kostað það sama á kassanum og í hillunni. Því á maður ekki að venjast á þessum síðustu og verstu tímum.
Ég er enn að velta fyrir mér hvað ég á að gera við kirsiberin sem mér voru gefin í gær. Kannski enda ég bara á clafoutis. Mér finnst clafoutis æðislegur réttur en það er ekki ekta nema með kirsiberjum. Það er svosem hægt að nota aðra ávexti en það er ekki clafoutis. Heitir reyndar líka eitthvað annað. Flognarde, minnir mig.