Dómnefndin bjargaði Svíunum
Ég sé að sú sænska fékk færri stig í undankeppninni en bæði Makedóníumenn og Búlgarir - sem þýðir að dómnefndin hefur lyft henni upp í 10. sætið, í rauninni hefðu Makedóníumenn átt að vera þar.
Athyglisvert.
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Ég sé að sú sænska fékk færri stig í undankeppninni en bæði Makedóníumenn og Búlgarir - sem þýðir að dómnefndin hefur lyft henni upp í 10. sætið, í rauninni hefðu Makedóníumenn átt að vera þar.
Var þetta ekki bara fínn árangur? Heldur skárri en lagið gaf tilefni til, held ég; sextánda sætið hefði verið temmilegt en Danir voru rausnarlegir eins og þegar þeir afhentu Flatöbogen og það allt hér um árið svo að Ísland var líklega eitthvað aðeins ofar.
Það sem ég bíð spenntust eftir að sjá:
Mæðgin í 101 sitja og horfa á Eurovision. Svo kemur þýska lagið.
Ég hef eiginlega ekki getað á heilli mér tekið síðan það rann upp fyrir mér að ég gæti sem best verið mamma Charlotte Perelli.
Jújú, auðvitað horfi ég á Eurovision. Með öðru auganu allavega. Við einkasonurinn. Hann er boðinn í grillaðar kótelettur, ís og Eurovision.
Ég er svo mikið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að gefa dóttursyninum söguna um Dísu ljósálf. Ein af áhrifamestu bókum bernsku minnar - en náttúrlega afskaplega átakanleg. Og hann er svoddan dramadrottning að þrátt fyrir allar blóðugu sögurnar sem hann sagði mér þegar hann var fjögurra ára er ég hrædd um að hann yrði fyrir miklu áfalli bara með því að líta á forsíðuna og sjá vængina klippta af Dísu.
Ég ætla að halda með Króatíu á laugardaginn.
Ég komst að því að ég er alveg úti að aka.
Mig langar að vekja athygli á því að hljómsveitin Fönksveinar er með tónleika á Kaffi Hljómalind á Laugavegi 23 annað kvöld kl. 20. Allir velkomnir og ókeypis inn. - Tilvalin hvíld frá Eurovision ...
Ég ákvað að vera góð við sjálfa mig (og vonandi vinnufélagana líka) og baka brúnkur. Brownies alltsvo. Notaði uppskrift sem ég hef reyndar áður notað en með tilbrigðum þannig að ég er ekki alveg viss hver útkoman verður. Ef hún verður góð fer ég með brúnkurnar í vinnuna í fyrramálið. Ef brúnkurnar misheppnast sit ég að þeim ein (nei, ég er ekkert að reyna að láta þær mislukkast, það hefði skelfileg áhrif á kólesterólbúskap líkamans - og svo hef ég reynslu af því að ef maður ætlar að láta bakkelsi mistakast getur það verið þrautin þyngri, ég man eftir vandræðunum sem ég lenti í þegar við þurftum einu sinni að myndskreyta þátt um ,,kökuklúður").
Framsóknargenin frá afa í Holti (sjá hér neðar) eru víst alveg horfin úr mér og mínum afkomendum, en það gildir ekki um alla frændur mína. Þessi krækja er nú aðallega sett inn fyrir karl föður minn.
Ég held það sé bara að koma sumar. Rónarnir farnir að stoppa mig tvisvar þrisvar á hverjum morgni á Laugavegi og í Austurstrætinu að segja mér að það sé nú blessuð blíðan og betla svo klink. Lítið borið á þeim í vetur - það er að segja á betlinu. Og blíðunni náttúrlega.
Ég prentaði myndina hér fyrir neðan út og festi hana upp á vegg fyrir ofan skrifborðið mitt. Þar er núna ég og JPV við grillið, ég og Tony Bourdain á barnum á Nordica, Sean Connery á rauðu bleyjunni, eldra barnabarnið í fermingarkjól, einum spariskó og einum íþróttaskó, yngra barnabarnið í kokkagír með soðningu og kartöflur og fótboltalið Víkings (8. flokkur karla). Stefnir í að verða sérlega glæsilegur veggur - ég er samt að hugsa um að bæta við mynd af einkasyninum þar sem hann lítur út eins og miðaldra sænskur flagari um 1975. Hún yrði svona punkturinn yfir i-ið og örugglega tilefni ýmissa heilabrota fyrir kvöldsölufólkið. (Hann er þessi í rifflaflauelsjakkanum).
Einu sinni var ég staurblönk einstæð móðir.
Hann afi minn heitinn skrifaði stundum í blöð (aðallega Tímann) hér áður fyrr og hans var stundum getið í ýmsum fjölmiðlum. Ekki vissi ég þó fyrr en ég rakst á það um helgina að hann hefði einhverntíma orðið svo frægur að vera getið í leiðara Moggans, en það gerðist þó allavega tvisvar. Í annað skipti var það í leiðara 23. mars 1946, sem bar yfirskriftina Framsóknar-pestin - þar eru taldir upp nokkrir kunnir Framsóknarmenn:
Nú verður gaman að heyra hvort mikið hefur borist af tölvupóstum umn helgina á netfangið storvirki (att) forlagid púnktur is, þar sem áhugasamir kaupendur að Laxnesssafninu, orðabókum, Íslendingasögum og fleiru eiga að gefa sig fram.
Ég var að reyna að setja inn komment áðan hjá Gísla um heiti ýmissa mötuneytisrétta en tókst það ekki einhverra hluta vegna - eða það birtist allavega ekki strax. En hér er listi yfir ýmsa algenga rétti sem bornir voru fram í mötuneyti MA á árunum 1973-77 - ég hef nú skrifað eitthvað um þetta áður og ætti að vera hægt að finna útskýringar á flestu með því að leita í eldri færslum:
Ég sá að veikburða tilraunir mínar til að hjálpa barnabarninu við níundubekkjarstærðfræðina voru tilgangslausar með öllu, hringdi í einkasoninn og hann brást vel við og sat með frænku sinni drjúga stund og leiðbeindi henni. Ég held að hún hafi lært umtalsvert miklu meira á þessum fáu klukkutímum með honum en á heilum vetri í Hagaskóla.
Akrahreppur og Akranes ... já, ég er svosem ekkert hissa á samlíkingunni, hún er svolítið nærtæk.
Ég er að reyna að kenna dótturdótturinni stærðfræði. Það er disaster eins og allir geta ímyndað sér sem vita eitthvað um stærðfræðiþekkingu mína. Aðallega er ég að reyna að útskýra fyrir henni að ef maður lítur á dæmi og fyrsta hugsunin er ,,þetta er svo erfitt" (án þess að vera búin að lesa dæmið í gegn, hvað þá annað), þá komist maður hvorki lönd né strönd - en þetta er náttúrlega hálfglatað frá upphafi og sannfæringarkrafturinn lítill því að ég var nákvæmlega svona á hennar aldri.
Jæja, þá er búið að splæsa saman framkvæmdastjóra og fjármálastjóra Forlagsins. Giftingarathöfnin fór afskaplega vel fram, með leikupplestri úr Ljóðaljóðunum (nýja biblíuþýðingin auðvitað!) og hvaðeina. Og þar sem veislan var haldin í Kópavogi of all places, eins og Guðrún Á Símonar sagði um árið, og brúðguminn er enn meiri 101-maður en ég (sveitin byrjar um það bil við Tjörnina í hans huga, ég set þó mörkin við Elliðaár og Fossvogslæk), þá fengu kirkjugestir afhentan nestispoka við útgöngu.