Ég er að hugsa um að leggja leið mína á veitingahúsið Fávitinn í Pétursborg, þar er meðal annars hægt að fá kokkteil sem heitir Glæpur og refsing.
Hlýtur að vera menningarlegur staður.
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Ég er að hugsa um að leggja leið mína á veitingahúsið Fávitinn í Pétursborg, þar er meðal annars hægt að fá kokkteil sem heitir Glæpur og refsing.
Ég held að ég sé búin að gera allt sem ég þarf að gera til að undirbúa Rússlandsferðina, nema ég á eftir að skjótast í Sjóvá og fá staðfestingu á að ég sé með gilda ferðatryggingu. Ég er meira að segja búin að gefa efnafræðistúdentinum fyrirmæli um hvað á að gera við líkið ef ég krókna úr kulda í Pétursborg eða dey úr leiðindum á Arlanda eða í rútunni frá Helsinki til Pétursborgar (stoppið á Kastrup á heimleiðinni er svo langt að það getur verið að ég noti tækifærið og skreppi í bæinn svo að ég hef minni áhyggjur af því). Hann er reyndar líka búinn að fá fyrirmæli um hvað á að gera ef ég er heiladauð. Bara svo það sé á hreinu. Segið svo að ég sé ekki vel undirbúin.
,,Ég væri grænmetisæta ef ég borðaði grænmeti."
Sko bara. Síðasta færsla kom fimm sinnum þótt ég ýtti bara einu sinni á publish. Þetta veit á eitthvað.
Ég skipti yfir á Ómega og er þá ekki Gunnar í Krossinum að tala um Sauðárkrók. Fyllirí á Sauðárkróki, nánar til tekið.
Hnéð á mér virðist vera að komast í þokkalegt lag. Svo skemmi ég þetta örugglega allt með miklu labbi í Pétursborg um páskana. Kem ábyggilega hoppandi á öðrum fæti þaðan aftur. Eða það sagði ég allavega við sjúkraþjálfarann áðan.
-Má bjóða þér drep?
Ég var að sækja um orlofsbústað hjá Blaðamannafélaginu í sumar. Þar á bæ virðast nú vera fleiri en formaðurinn sem ekki eru of klárir á tímatalinu. Tekið er fram að skipti fari fram á föstudögum eins og venja er með orlofsbústaði en samkvæmt þeim dagsetningum sem gefnar eru upp á síðunni byrja allar vikurnar hjá BÍ á mánudögum.
Við efnafræðistúdentinn erum að horfa á Skot í myrkri.
Óformlegri afmælisveislu var að ljúka - ég bakaði einar fimm kökur og bauð familíunni í kaffi. Boltastelpan dótturdóttir mín var að sjálfsögðu ekki sátt við veitingarnar og útbjó sinn eigin veislurétt - hrærði saman þeyttan rjóma, sykur og ýmsar ábætissósur frá Morten Heiberg og hámaði þetta í sig. Akkúrat núna stendur hún svo í eldhúsinu og grillar sér sykurpúða á gasloga.
Móðirin: -Hvað meinarðu, nennirðu ekki að borða morgunmatinn með mér?