Við innipúkarnir
Svona af því að ég minntist á útilegur í gær, þá ætla ég að bregða út af vana mínum og fara úr bænum um helgina. En reyndar auðvitað ekki í útilegu - það hef ég ekki gert síðan 1973 - heldur bústað.
Svo má taka undir með meistara Megasi. Nema það þarf ekki einu sinni að tjalda úti í garði. Ég man þegar einkasonurinn var líklega fimmtán ára og var meinað af ráðríkri móður að fara fet um verslunarmannahelgina; hann og vinur hans, sem fékk heldur ekki að fara neitt, slógu upp tjaldi á borðstofugólfinu, galopnuðu út á svalir og sváfu þarna um nóttina. Létu ágætlega af.