Oft er ljótur draumur ...
Eitt af því sem breyttist þegar ég fékk svefnöndunargræjuna var að mig fór að dreyma, eins og ég sagði frá hér um daginn.
Ég er samt ekki endilega viss um að það sé kostur. Í nótt dreymdi mig til að mynda tvo drauma. Í þeim fyrri kom snjór og frost í dag í staðinn fyrir 27 stiga hitann sem Siggi stormur var að spá.
Og í hinum sameinaðist Forlagið Odda og við fluttum upp á Höfða.