Kona í sambandi
Annars var ég að fatta enn einn stóran kost við svefnöndunargræjuna mína. Nú þarf ég nefnilega að vera tengd við rafmagn á nóttunni. Sem er frábær afsökun ef einhver reynir að draga mig með í tjaldútilegu. Sem er bara alls ekki minn tebolli. Ég get bara lýst því yfir að ég fari ekki þangað sem ég get ekki stungið mér í samband við rafmagn.
Já, og ég mældi blóðþrýstinginn í morgun. Hann er lægri en hann hefur verið í mörg ár.