Kirsiber og clafoutis
Ég er enn að velta fyrir mér hvað ég á að gera við kirsiberin sem mér voru gefin í gær. Kannski enda ég bara á clafoutis. Mér finnst clafoutis æðislegur réttur en það er ekki ekta nema með kirsiberjum. Það er svosem hægt að nota aðra ávexti en það er ekki clafoutis. Heitir reyndar líka eitthvað annað. Flognarde, minnir mig.
Og steinarnir verða að vera í berjunum svo maður fái þetta ljúfa ferska möndlubragð. Ekki nota steinhreinsuð kirsiber í clafoutis.
Hugh Fearlessly Eats it All skrifaði einmitt um kirsiber og clafoutis í Guardian í gær.