Frændinn
Framsóknargenin frá afa í Holti (sjá hér neðar) eru víst alveg horfin úr mér og mínum afkomendum, en það gildir ekki um alla frændur mína. Þessi krækja er nú aðallega sett inn fyrir karl föður minn.
Annars er ég mikið til hætt að geta fylgst með fjölgun í ættum mínum, nema þá í gegnum Íslendingabók. Þetta er orðinn ansi stór hópur og svolítið farið að togna á ættarböndunum, eins og ég nefndi um daginn. Talsvert mörg ung frændsystkini (jafnvel hálffullorðin) sem ég hef ekki séð nema þá helst gegnum netið.
Þau eru svosem jafnskyld mér fyrir því.