Kaloríudjúpsprengjur
Jújú, þær eru alveg í lagi ... En ég ætla ekkert að reyna að giska á kaloríumagnið í hverjum bita.
Brúnkur með hnetum
275 g smjör
300 g suðusúkkulaði
4 egg
250 g dökkur muscovado-sykur
100 g hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g valhnetur
100 g pistasíuhnetur
Ofninn hitaður í 175°C. Smjörið sett í pott, súkkulaðið brotið í bita og sett út í og hitað gætilega þar til smjörið er alveg bráðið og súkkulaðið farið að bráðna.Tekið af hitanum og hrært þar til allt er bráðið og samlagað. Egg og muscovado-sykur þeytt mjög vel saman og síðan er súkkulaðiblöndunni þeytt saman við. Hveiti og lyftidufti blandað saman við með sleikju og síðan hnetunum (valhneturnar e.t.v. saxaðar gróft). Hellt í vel smurt form (mitt er um 30x18) og bakað neðarlega í ofni í um hálftíma.