(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

19.5.08

Þegar ég þurfti á hjálp að halda

Einu sinni var ég staurblönk einstæð móðir.

Það var ég reyndar meirihluta fullorðinsáranna en fyrsta árið mitt í Reykjavík var ég verr stödd en nokkru sinni fyrr eða síðar. Ég komst stundum ekki í skólann af því að ég átti ekki fyrir strætó. Ef ég átti fyrir strætó þurfti ég að taka þrjá vagna því að ég bjó í Breiðholti og var í háskólanum en eina dagheimilið sem ég gat fengið pláss á var Austurborg.

Það var hrefnukjöt í matinn þrjá daga í viku og svartfugl á sunnudögum. Ódýrasta kjötið í búðinni. Hina dagana var stundum bara skyr og brauð. Til allrar hamingju fékk barnið hádegismat á dagheimilinu. En það kom fyrir að ég átti ekki einu sinni fyrir skyri. Ekki nema tína saman gler.

Á endanum leitaði ég til félagsþjónustunnar, sem ég man ekki hvað hét þá. Talaði við afskaplega indælan félagsráðgjafa sem reiknaði út að ég þyrfti svo og svo margar krónur til að lifa af á mánuði og sagði mér að ég ætti eiginlega ekki rétt á neinu því ég fengi námslán í febrúar eða mars ef ég næði prófunum en hann gæti nú samt gert undanþágu og látið mig fá eitthvað smávegis. Held að það hafi verið kannski þriðjungur af því sem hann var búinn að reikna út að ég þyrfti.

Ég var á bænum í heilar tvær vikur. Þá gafst ég upp, hét sjálfri mér því að þetta gerði ég aldrei aftur, fékk að senda dótturina norður til foreldra minna - man ennþá eftir hvað ég grét mikið þegar ég var að segja forstöðukonunni á dagheimilinu frá þessu - og lifði hérumbil á loftinu næsta mánuðinn eða tvo. Sennilega voru einhverjir góðhjartaðir ættingjar sem lánuðu mér peninga, leyfðu mér að borða hjá sér eða eitthvað. Svo náði ég prófum og fékk lán sem ég borgaði af næstu tuttugu árin, stundum seint og treglega því það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem ég á stundum peninga sem ég þarf ekki bráðnauðsynlega að nota bara til að ég og mínir skrimti. Ég þurfti samt aldrei aftur á aðstoð féló að halda. Eða hefði kannski þurft slíka aðstoð en sótti ekki eftir henni. Scarlett O'Hara eitthvað ...

Ég er samt nokkuð viss um að jafnvel á þessum tíma hefði mér þótt sjálfsagt að liðsinna fólki sem búið hefði við þær aðstæður sem palestínska fólkið í al-Waleed-búðunum þarf að þola. Veita því hæli og aðstoða það eins og unnt væri til að geta búið börnum sínum mannsæmandi líf. Jafnvel þótt það hefði kostað mig eitthvað.

Jafnvel þótt ég hefði þurft að hætta að djamma.

Og svo bendi ég bara á þessa umfjöllun hér. Meira þarf ekki að segja.

|