,,Yfir 90% ellefu ára barna með þágufallssýki," segir Mogginn í morgun. Jamm. Fer ekki að koma tími til að viðurkenna þessa málbreytingu? Og hætta að kalla hana sýki?
Og þar sem þágufallshneigð er algengari úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu, þá dugir varla að halda fram þeirri skoðun afa míns að málvillur að sunnan séu verri en aðrar.