Ég fór niður í matsal áðan. Þar var kveikt á sjónvarpinu í fyrsta skipti í manna minnum - það er að segja síðan 11. september hér um árið - af því að það var að byrja útsending frá brúðkaupi Frikka og Maju. En í ,,garðskálanum" var aftur á móti líklega hafið snemmbúið Eurovisionpartí, allavega gauluðu einhverjir þar Nínu við gítarundirleik. Nú er matsalurinn með þeim ágalla að allur hávaði magnast þar upp og glymur hástöfum, þannig að þegar Nína og Maja kepptu um athygli heyrðist varla mannsins mál.
Ég held ég sleppi því að stinga af úr vinnunni til að fara heim og horfa á brúðkaup. Fékk nóg af þessu þarna áðan.