Maður kemst ekki hjá því að smitast af örlítilli Eurovision-stemmningu. Við Boltastelpan vorum að horfa í gærkvöldi og ég verð að segja að ég sá nú ekkert sem hreif mig sérstaklega, það er að segja: ekkert þar sem fór saman gott og grípandi lag og sérlega góður söngur. Spánverjinn, kannski, og hann er nú dálítið sætur líka. En það er svosem nóg af sætum strákum í ár. Ég sá ekki allt sem verður í undankeppninni, kannski var einhver snilld þar á ferð. Kannski.
Ég verð allavega sennilega heima hjá mér í ár svo að ég get stillt yfir á BBC og hlustað á Terry Wogan í staðinn fyrir Gísla Martein. Missti af Wogan í fyrra af því að ég var í útskriftarveislu.
Vitið þið annars hvaða land hefur oftast hafnað í neðsta sæti í Eurovision? (Nei, það eru ekki Norðmenn.)