Ég var víst ekki alveg búin að klára grilldæmið, við ætluðum að bæta smávegis við meðlætisþáttinn. Reyndar skilst mér að það sé spáð rigningu í dag svo að ég veit ekki hvernig gengur að mynda það. Kemur í ljós. Kannski ætti ég að heita á heilaga Skólastiku, það kvað vera gott að heita á hana gegn rigningu. Og Skólastika Gamalíelsdóttir var náttúrlega formóðir mín í þrettánda lið. Það spillir ekki.