Efnafræðistúdentinn langar í Manwich, ekta karlmannamat. Alvöru-jukkið fæst nú ekki hér. En ég rakst á uppskrift að heimagerðri útgáfu, kannski ég prófi hana á honum einhvern daginn: 1 kíló nautahakk, 1/2 bolli tómatsósa, 1/4 bolli smjör, 1 tsk salt, 1/4 bolli steikarsósa (A-1 eða eitthvað ámóta). Allt nema hakkiðö sett í pott og hitað. Hakkið brúnað á pönnu, fitunni hellt af því og því síðan hrært saman við sósuna. Hrært og látið malla í 10-15 mínútur. Borið fram með frönskum kartöflum. Dugir handa 4 í tvo daga.
Nei annars, ég er hætt við.
Æi, já, þetta er haft sem fylling í hamborgarabrauð eða samloku, gleymdi að nefna það. Þess vegna nafnið.