(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

23.3.08

Páskakengúran

Það verður víst óhjákvæmilega kengúrusteik í kvöldmatinn hjá okkur einkasyninum.

Ekki vegna þess að við tilheyrum einhverjum áströlskum sértrúarsöfnuði þar sem kengúrusteik er eini ásættanlegi páskamaturinn. Neinei, þetta er nú bara vegna þess að ég steingleymdi að setja kengúrukjötið sem ég keypti í Nóatúni á skírdag og ætlaði að geyma til seinni tíma (barnabörnunum finnst kengúra mikill sækeramatur) í frysti og það var fullþiðnað þegar ég áttaði mig á því.

Þannig að nú eru kengúrufilletbitar að marínerast í balsamediki og rósmaríni í ísskápnum. Reyndar meira en ég held að við mæðginin torgum; ég hringdi í gagnlega barnið, sem er ásamt fjölskyldunni á leið að norðan úr brúðkaupi föður síns en þau eru boðin annað í kvöldmat svo að ég verð að finna einhvern annan til að gæða sér á kengúrunni með okkur. Ætli það verði ekki bara sami gestur og í gærkvöldi - ef hún vill þá kengúru á annað borð.

|