(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

24.3.08

Óduglegir Englendingar versus Skagfirðingar

Ég man að þegar ég byrjaði að læra ensku fyrir (úbbs, það eru víst 38 ár síðan) í gagganum á Króknum (fyrsti kennari: Ingólfur Steinsson), þá var það eitt af því sem kom okkur bekkjarsystkinunum á óvart að það virtist ekki vera til neitt almennilegt enskt orð sem þýddi duglegur. Við áttum ef ég man rétt að skrifa lýsingu á okkur sjálfum á ensku og vildum flest meina að við værum nokkuð dugleg ... Ég man að út af þessu sköpuðust nokkrar umræður um það hvort enskumælandi fólk væri bara alls ekki duglegt fyrst það ætti ekki orð yfir það.

Á þeim árum að minnsta kosti var dugnaður í nokkrum metum í Skagafirði. Ekki eins miklum og hestamennska, söngur og slagsmál við Húnvetninga náttúrlega, en það kom þó ekki til fyrr en maður var orðinn aðeins eldri. Þannig að okkur þótti þetta mjö undarlegt.

Núna er ég að vesenast með að þýða duglegur og viti menn, þessum enskumælandi hefur lítið farið fram í dugnaði, það er enn ekkert orð sem mér líkar. Jæja, ætli hardworking verði ekki að duga.

|