(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

9.7.05

Ég fór á kaffihús áðan. Fékk mér köku og gaf gengilbeininum að smakka. Ég held reyndar að enginn hinna gestanna hafi tekið eftir því að ég var að mata þjóninn en þeir hefðu án efa rekið upp stór augu ef svo hefði verið. Þá hefði ég getað útskýrt fyrir þeim að ég hefði nú matað þennan dreng fyrr.

Annars gerði ég heiðarlega tilraun til að vekja hann í morgun og barði fast á herbergishurðina hans í því skyni. En þá var hann auðvitað löngu farinn í vinnuna.

Svo kom ég við í Kolaportinu og keypti mér koparausu, dörslag og nokkrar matreiðslubækur. Pylsu á Bæjarins bestu. Matreiðslublað í Pennanum. Pistasíudukkah í Yndisauka. Chorizopylsu í Ostabúðinni. Dúkalóð í Tiger. Espressokrúsir í Te og kaffi-búðinni. Maldonsalt í Kokku. Butterscotch-og-brandísósu í La Vida (nei, fékk hana gefins). Endaði í Sandholtsbakaríi og fékk mér kaffi og pain au chocolat, sem þau þrjóskast af einhverri ástæðu við að kalla súkkulaðicroissant.

Mér leið alveg ljómandi vel á þessu rölti. Sennilega enn betur vegna þess að ég var klukkulaus, gleymdi að setja á mig úrið þegar ég fór út.

|