Ég sá inni á Freistingu að nú á að fara að opna nýjan veitingastað í Lækjargötu sem er bara fyrir ríka og fræga fólkið. Það á samt ekki að vera dyravörður sem sér um að pöpullinn fái ekki aðgang, verðlagið á bara að vera svo hátt að það haldi aðsókninni í skefjum.
Ég veit ekki, ég hef heyrt kvartað yfir ýmsu í sambandi við íslensk veitingahús en þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri ýjað að því að þau séu ekki nógu dýr.