(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

23.12.05

Hér gengur allt samkvæmt áætlun. Svínslærið, lambalærið, nautatungan og kjúklingalifrarkæfan bíða tilbúin úti á svölum, maríneruðu sjávarréttirnir bíða þess að efnafræðistúdentinn komi með hvítvín sem honum hefur verið falið að redda, Boltastelpan er búin að vera einstaklega rösk og baka 101 piparköku (plús nokkrar sem brunnu) og 70 súkkulaðibitakökur alveg alein og án aðstoðar og ætlar svo að vinda sér í jólaklumpinn á eftir og jafnvel eitthvað meira. Við erum að fara að hnoða í brauðdeig og svo þarf að setja allt á hlaðborðið og skreyta dálítið og saga neðan af jólatrénu og setja það upp ... æi, já, og svo þarf víst að taka til og skúra. Hmm. Spurning hvort er hægt að virkja efnafræðistúdentinn, sem á líka að sjá um að henda slatta af drasli úr skúrnum.

Ég veit ekkert hvort það verður allt tilbúið þegar fólk fer að láta sjá sig, sem er alveg óhætt að gera þegar klukkan fer að nálgast fjögur. En það verður eitthvað til. Allavega kaffi á könnunni. Og það má alveg halda áfram að koma fram undir miðnætti að minnsta kosti.

Látið sjá ykkur. En ef ekki, þá segi ég bara gleðileg jól.

|