Fullt hús matar
Ég átti fimm grænmetisrétti á kvöldverðarborðið. Og var ein í mat.
Við Gísli Egill tókum nefnilega að okkur verkefni sem innifelur matreiðslu og myndun á slatta af grænmetisréttum, sem er hið besta má nema nú hef ég semsagt engan til að borða þetta með mér. Og það þarf að elda og mynda sirka fimmtán rétti í viðbót á næstu tveimur dögum eða svo; þurfum helst að klára þetta áður en ég fer út á föstudaginn.
Það er nú gallinn við að búa ein - ekki samt reyndar að það hafi endilega breytt miklu að hafa einkasoninn á heimilinu þegar grænmetisréttir eru annars vegar. Hann er ekkert alltaf duglegur við þá þótt hann hafi skánað heilmikið.
Og svo erum við Gísli að fara að gera matreiðslubók á næstunni og hver á að borða öll þau ósköp ...?