Hvaða flug?
Þetta er sennilega alveg rétt með framsóknargenin, allavega tók einkasonurinn netprófið áðan og reyndist 20% framsóknarmaður eins og móðir hans. Og ekki varð hann nú fyrir miklum framsóknaráhrifum í uppeldinu, blessaður, svo að þetta hljóta að vera erfðir.
Annars heyrði ég í sjónvarpsfréttunum rétt áðan sagt frá enn einni skoðanakönnunninni og þar var sagt: ,,Framsóknarflokki og Íslandshreyfingu fatast flugið ..."
Það þótti mér athyglisvert orðalag.