Skemmtilegur leikur fyrir illgjarna bílstjóra
Í svona veðri eru alltaf einhverjir bílstjórar sem finnst gaman að leika leikinn Skvettum á Nönnu. Hann fer svona fram:
Þegar er rigning og komnir pollar á göturnar, þá fer maður að svipast um og gá hvort Nanna standi ekki í mesta sakleysi einhvers staðar í strætóskýli eða við gangbraut og bíði eftir strætó eða grænum kalli.
Þegar maður hefur komið auga á Nönnu, sem er greinilega annars hugar og tekur ekki eftir neinu, þá gefur maður í og reynir að keyra eins hratt og eins nálægt gangstéttarbrúninni og hægt er til að ná henni nú örugglega af því að hún hefur þrátt fyrir allt vit á að standa ekki alveg á brúninni.
Svo keyrir maður í burtu en Nanna stendur eftir holdvot og skítug.
Þess vegna er ég heima núna að skipta um buxur, ekki í vinnunni eins og ég ætti að vera.