Aldoku
Boltastelpan rekur öflugan áróður fyrir því núna að ég geri sem allra mest af því að glíma við sudoku-þrautir.
-Af hverju? spurði ég.
-Af því að ég heyrði að ef maður gerði mikið af sudokum væri minni hætta á að maður fengi alnæmi þegar maður yrði gamall.
Smáþögn.
-Ég meina sko alzheimer.
Bróðir hennar spurði einu sinni mömmu sína hvort hann mætti fá krabbamein. Henni varð eitthvað hverft við en svo kom í ljós að hann langaði í krap.