Fiðurfé á grillið
Þetta var nú bara skrambi gott. Ég var að grilla bjór- og kókdollukjúklinga, fylltar kjúklingabringur, kjúklingapinna með satay-sósu, andabringur og kryddjurtafylltar akurhænur. Og eina porterhouse-steik, svona bara just for good measure.
Fjölskyldan kemur í mat á eftir. En þegar þetta er búið langar mig ekkert sérstaklega í grillmat á næstunni. Á svosem ekki von á að fá mikið af honum í Alsace um helgina. Frekar choucroute og baeckoeffe og flammenkuche. Og gæsalifrarkæfu náttúrlega.
Það er ágætt líka.