Undirheimar Garðabæjar
,,Þekktir í undirheimum Garðabæjar ..." Það hljómar einhvern veginn ekki rétt. Undirheimar Reykjavíkur, jújú, þeir eru víst hér allt í kringum Kárastíginn. Undirheimar Kópavogs, allt í lagi. En Garðabær ... ég stóð einhvernveginn í þeirri meiningu að hann væri nánast undirheimalaus.
En að öðru: Hvernig tekst mönnum að átta sig þá fyrst á því þegar þeir eru komnir á fimmtugsaldur að áfengisdrykkja skerðir dómgreind? Ég held að ég hafi fattað þetta sirka 1972. Kannski ég hefði þá átt að fara samstundis í ævilangt bindindi eins og mér heyrist að ábyrgðarfulli frambjóðandinn ætli að gera núna.