Eyþór í speglinum
Ég held að ég hafi minnst á það hér á sínum tíma að einhvern morgun fyrir löngu var ég svo svefndrukkin þegar ég leit gleraugnalaus í spegil á baðinu snemma morguns að ég var nærri búin að taka feil á sjálfri mér og Eyþóri Arnalds áður en hann fór í megrun.
Núna mundi þetta ekki gerast. Bæði vegna þess að ég er búin að fara í sjónlagsaðgerð og sé sjálfa mig í spegli gleraugnalaust og svo náttúrlega vegna þess að ég mundi ekki trúa því að Eyþór gæti horfst í augu við nokkurn mann. Síst af öllu sjálfan sig.
En við nánari umhugsun getur hann það örugglega. Miðað við yfirlýsinguna hans í gær (sorrí að ég lét bösta mig, það hefur aldrei hent mig áður, ég ætla að vera stikkfrí fram yfir kosningar ...)