Móðirin: -Hvað meinarðu, nennirðu ekki að borða morgunmatinn með mér?
Efnafræðistúdentinn: -Æi, ég nenni ekki að klæða mig strax ... Ekki láta mig fá samviskubit.
Móðirin: -Samviskubit? Hvers vegna ættir þú að fá samviskubit af því að þú nennir ekki að klæða þig til að borða morgunmatinn með mömmu þinni á afmælisdaginn hennar? Láttu ekki svona, þú ferð bara með morgunmatinn inn til þín og borðar hann í ró og næði uppi í rúmi, gjörsamlega án samviskubits, og ég sit alein hér frammi og borða minn.
Dugði þetta? Ónei.