-Má bjóða þér drep?
Spurði Sauðargæran dóttursonur minn einn frænda sinna í gær, þeir voru hér frammi á gangi í einhverjum leik þar sem menn voru að leggja lífið að veði þótt kurteisin væri greinilega allsráðandi. Kannski riddaraleik.
Mér þykir samt sennilegra að þeir hafi verið í sjóræningjaleik. Drengurinn er mjög upptekinn af sjóræningjum þessa dagana. Fór á Þjóðminjasafnið með foreldrum sínum og sá þar sjóræningja og sjóræningjadót í hverju horni (hvað voru annars víkingarnir annað en sjóræningjar?). Já, og svo afa og ömmu hans Beina (beinagrindur í fornmannakumlum). Uppáhaldsmyndin hans er líka Pirates of the Caribbean.
Kannski finn ég eitthvert skemmtilegt sjóræningjadót handa honum í Rússlandi.