Nóg eftir ...
Það er nóg eftir af bókum enn þannig að það verður hægt að koma hér við í kvöld og næstu daga ef einhvern langar að grúska í skræðunum.
Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
Það er nóg eftir af bókum enn þannig að það verður hægt að koma hér við í kvöld og næstu daga ef einhvern langar að grúska í skræðunum.
Bækurnar sem bíða í kössum á borðstofuborðinu urðu eitthvað fjölbreyttari en upphaflega stóð til. Þegar ég fór að fara í gegnum þetta var ansi margt sem ég nenni ekki að flytja með mér.
Á meðan ég man: Hefur einhver áhuga á Encyclopaediu Britannicu, 1990-útgáfunni? Hún fæst hér gratís ef einhver er með tæpa tvo hillumetra lausa.
... nei, reyndar ekki, en þessa stundina á ég enga íbúð. Var að enda við að ganga frá afsali á Kárastígnum. Núverandi eigendur, einkasonurinn og skylmingastúlkan, hafa samt boðið mér að búa þar næstu sex vikurnar eða svo - og ég þarf ekki einu sinni að borga leigu ...
Nú er komið í ljós að ég er að vinna hjá Útgáfufélaginu Birtíngi næstu þrjár vikurnar.
Ókei, það er boðið upp á bækur og kaffi á Kárastígnum á laugardaginn frá klukkan ellefu um morguninn og fram eftir degi. Komið bara og losið mig við eitthvað af þessu.
Síðasti kaffitíminn hjá Fróða búinn (nei, ég er ekki að hætta fyrr en eftir þrjár vikur en á morgun heitir fyrirtækið eitthvað annað - ekki Íslendingasagnaútgáfan þó, ég er eiginlega hætt að fylgjast með hjá hverjum ég er að vinna).
Blessunin hún Julia Child var mikil kjarnakona og full ástæða til að minnast hennar á ýmsan hátt. Þetta er samt svolítið spes.
Undarleg taktík hjá Skjá 1 að sleppa þessu hér fyrir auglýsingar:
Sauðargæran við foreldra sína í gær (á heimleið úr Kringlunni):
Einhvern næstu daga ætla ég að stilla nokkrum kössum upp á borðstofuborðið mitt. Í þeim verða nokkur hundruð bækur sem ég ætla að losa mig við og fólk má koma og grúska í og hirða. Þetta verða bækur af ýmsu tagi - glæpareyfarar (fullt af gömlum eins og John Dickson Carr, Ngaio Marsh o.þ.h., eitthvað nýrra í bland), fantasíubækur, ástarsögur, eitthvað fleira. Hugsanlega einhver þjóðlegur fróðleikur, ljóðabækur og íslenskar skáldsögur.
Mér er kalt.