Bókahrúga
Einhvern næstu daga ætla ég að stilla nokkrum kössum upp á borðstofuborðið mitt. Í þeim verða nokkur hundruð bækur sem ég ætla að losa mig við og fólk má koma og grúska í og hirða. Þetta verða bækur af ýmsu tagi - glæpareyfarar (fullt af gömlum eins og John Dickson Carr, Ngaio Marsh o.þ.h., eitthvað nýrra í bland), fantasíubækur, ástarsögur, eitthvað fleira. Hugsanlega einhver þjóðlegur fróðleikur, ljóðabækur og íslenskar skáldsögur.
Engar matreiðslubækur.
Þeir sem hafa áhuga á að koma og grúska geta sent mér tölvupóst eða gefið sig fram í kommentakerfinu. Ég nenni ekki að flytja þetta með mér.