Mánudagur til mæðu
Þetta gengur nú ekki. Hérna ætlaði ég á Vínbarinn í gær og þá var hann bara lokaður ... Til allrar hamingju bara fram yfir miðja viku vegna breytinga; verið að mála og svona. En þetta var áfall. Eitthvað verður nú að vera á föstum stað í tilverunni, svona á tímum breytinga og umróts.
Þá var ákveðið að fara bara á Apótekið og fá sér rauðvín þar. Nei, viti menn, lokað á Apótekinu vegna árshátíðar starfsfólks eða einhvers slíks. Er þetta ábending til mín um að ég eigi bara ekkert að fá mér rauðvínsglas á mánudegi?
En það var opið á Café Paris.