Rabarbara-chutney
Kvöldmaturinn: Grillað kindafillet með steiktum kartöfluteningum og rabarbara-chutney.
Fljótlegt rabarbara-chutney
250 g rabarbari
1/2 lítill laukur
3 cm biti af engifer
4 msk edik (ég notaði ljóst balsamedik af því að ég átti afgang í flösku)
75 g púðursykur
nýmalaður pipar
ögn af salti
e.t.v. vatn
Rabarbarinn skorinn í fremur stóra bita, laukurinn saxaður smátt og engiferinn mjög smátt. Allt sett í pott, hitað að suðu og látið malla í um 15 mínútur; vatni bætt við eftir þörfum svo maukið brenni ekki. Smakkað og bætt við ediki, sykri, pipar eða salti eftir þörfum.