Rabarbara- og jarðarberjamúffur
Við Hekla bökuðum þessar ágætu rabarbara- og jarðarberjamúffur áðan. Sem geta reyndar alveg verið bara rabarbaramúffur en ég átti örfá frosin ber í poka.
Rabarbara- og jarðarberjamúffur
3 egg
150 g sykur
50 g smjör, lint
60 ml (4 msk) olía
200 ml hrein jógúrt
1/2 tsk vanilluessens (eða dropar)
300 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
örlítið salt
200 g rabarbari
nokkur frosin jarðarber (má sleppa)
Ofninn hitaður í 190°C. Egg og sykur þeytt saman, smjör og olía hrært saman við og síðan jógúrt og vanilluessens. Hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti blandað saman og hrært saman við hitt. Rabarbarinn skorinn í bita og jarðarberin líka og blandað saman við. Sett í múffuform (ég er með málmform sem ég klæði innan með pappírsformi, þetta urðu 20 múffur) og bakað á næstneðstu rim í um 16 mínútur)