Lestrarefni ungra barna
Egill birti í dag skemmtilega mynd af Kára syni sínum að lesa Moggann. Það rifjaði upp fyrir mér þessar umræður hér og hér - Mogginn kemur eitthvað örlítið við sögu reyndar.
Ég er ekki alveg sannfærð um að það sé rétt hjá Gunnu systur að ég hafi lært að lesa á kokkteiluppskriftabókinni en hún var áreiðanlega ein af þeim fyrstu sem ég las. En ég hef það fyrir satt að ég hafi lært að þekkja stafina á auglýsingum aftan á Saturday Evening Post, sem er kannski ekki það lesefni sem maður á helst von á að finna á afskekktum skagfirskum sveitabæ en átti sínar skýringar.