Forgangsröðun borgarstjóra og fleiri
Heyrði ég það ekki rétt áðan að blessaður borgarstjórinn sagði að það yrði að forgangsraða og eyða peningum í brýnni mál en mannréttindaskrifstofu (alltsvo málefni innflytjenda, fatlaðra og svoleiðis fólks)?
Gamla kofa við Laugaveginn og svoleiðis. Jú, auðvitað. Maðurinn veit um hvað hann er að tala.
Það er líka örugglega verið að hugsa um rétta forgangsröðun þegar sólarhringsvakt á geðdeild í Hátúni er lögð niður. Rétt eins og þegar Bergiðjunni er lokað.
Mér skilst að plássum fyrir geðsjúka hafi fækkað um 120 á undanförnum árum. Og heilbrigðisráðherrann segir bara ,,það á jú að byggja nýtt sjúkrahús".
Æ, en það er nú líka ýmislegt sem þarf að hafa forgang fram yfir nokkra geðsjúklinga. Þetta er hvort eð er bara lúxusvandamál ...